top of page

Út á hvað gengur þjónustan?

Íbúðareigendur eru í auknum mæli að nýta sér skammtímaleigu frekar en langtímaleigu. Við aðstoðum þig við að fá fleiri bókanir, betri umsagnir og meiri leigutekjur.

Leigutekjur aðstoða húseigendur við að koma íbúðum í skammtímaleigu til erlendra ferðamanna í gegnum bókunarsíður á borð við Airbnb, Flipkey, Holidaylettings og Homeaway. Viðskiptavinum Leigutekna stendur til boða að leigja út eignir til lengri tíma eða tímabundið, t. d. á meðan þeir fara í frí.

Leigutekjur sjá um að:

Taka söluvænlegar myndir

Markaðssetningu á bókunarsíðum

Taka á móti bókunum og fyrirspurnum

Hafa milligöngu með greiðslur

Þrífa

Þvo rúmföt og sængurföt

Vera til staðar ef eitthvað óvænt kemur upp á

Hvað hef ég upp úr þessu?

Leigutekjur og húseigandi komast að sameiginlegri ákvörðun um þá þóknun (verð per nótt) sem húseigandi fær í sinn vasa. Yfir vetrartímann (sept-maí) er næturverð u.þ.b. 20% lægra heldur en yfir sumartímann.


Hvernig fæ ég greitt?

Allar greiðslur fyrir útleigu eru greiddara með bandarískum dollar (USD) og fara fram í gegnum greiðslukerfi á netinu sem nefnist Paypal. Mögulegt er að nota Paypal til að kaupa ýmsar vörur og þjónustur á netinu. Einnig er auðvelt að millifæra upphæð af Paypal reikningi yfir á íslensk kreditkort. Leigutekjur greiðir húseigendum út í síðasta lagi 10. dag næsta mánaðar.

Tryggingar


Leigutekjur reyna sem framast er unnt að leigja fólki sem gengur vel um og fer vel með eignir samstarfsaðila. Þrátt fyrir það er mikilvægt að húseigendur láti tryggingafélag sitt vita að húsið sé að einhverju leyti leigt út og fái ráðleggingar frá sérfræðingum tryggingafélaganna um það hvaða tryggingar er best að vera með.

Ef upp koma tjónamál bera Leigutekjur enga ábyrgð á því tjóni, þeim skemmdum eða þeirri rýrnun sem kann að verða vegna útleigu fasteignar af völdum leigjenda eða af öðrum ástæðum á meðan á útleigu stendur.


Kvartanir

Eigandi fasteingar er ábyrgur fyrir því að bregðast við ef eitthvað  kemur upp á. Þetta á við um bilanir (t.d. biluð þvottavél, ísskápur, klósett eða læsing). Ef eigandi eða fulltrúi hans eru ekki í aðstöðu til þess að leysa vandamálið hratt og örugglega þá leitast Leigutekjur við að finna laghentan mann til þess að kippa viðkomandi hlut í lag. Slíkar viðgerðir eru á kostnað eigenda.

Hafðu samband
bottom of page